Þjónusta

Okkar þjónusta

Bónstöðin á Akureyri er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að hreinsa, bóna og massa bíla. Hlutverk okkar felst í því að aðstoða þig að ná því besta fram úr bílnum þínum með persónulegri þjónustu, fagmannlegum vinnubrögðum og hágæða efnum.

Þvottur og bón

Ef þú vilt fá eitthvað einfalt og fljótlegt, þá er þetta pakkinn fyrir þig. Bíllinn er þveginn að utan, tjöru og sápuþvottur og síðan er hann hraðbónaður.

Alþrif

Alþrif er okkar vinsælasti pakki sem nær yfir stóran hluta bílsins.

Fyrir þá kröfuharðari bjóðum við einnig uppá pakka sem fer skrefinu lengra og heitir lúxus alþrif þar sem farið er yfir fleiri atriði.

Dodo Juice Detailing

Ert þú sá allra kröfuharðasti? Ef svo er, þá er þetta pakkinn fyrir þig.

Dodo Juice er framleiðandi frá Bretlandi sem framleiðir sínar vörur sjálfir til að hafa góða gæðastjórnun og strangar kröfur uppfylltar.

Djúphreinsun

Ef það fer eitthvað í teppið eða sætin þá er djúphreinsun lausnin en þá á sama tíma er mikilvæg að bregðast hratt við. Fyrst er bíllinn ryksugaður vel og síðan eru blettir og óhreinindi fjarlægð úr af bestu getu.

Leðurhreinsun

Til að halda leðrinu fallegu og nýlegu þarf að hreinsa það og verja reglulega.

Fyrst hreinsum við leðrið með okkar besta leðurhreinsi og sérstökum leðurbusta. Síðan lokum við leðrinu með leður vörn sem ver leðrið frá sliti og óhreinindum. Vörnin veitir náttúrlegan satín gljáa ásamt því að vera með fráhrindandi eiginleika.

Mössun

Ef lakkið á bílnum þínum er orðið upplitað, veðrað eða mikið af smáum örrispum þá getur mössun yfirleitt lagað það. Lakkið fær nýtt líf og tapaður gljái kemur aftur.